Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Stefán sterki
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 348 | 7.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 348 | 7.290 kr. |
Um bókina
Presturinn Stefán sterki Stephensen (1832–1922) var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, annálaður kraftamaður, stórhuga hugsjónamaður og dugnaðarforkur sem skilaði merku ævistarfi. En hann var einnig breyskur drykkjumaður og á köflum fljótfær og mistækur.
Hann var lengstum prestur í Árnesþingi, fyrst á Ólafsvöllum á Skeiðum og síðar á Mosfelli. Um leið og hér er rakin lífssaga sveitaprests fáum við innsýn í merka atburði Íslandssögunnar og ættarsögu Stefánunga.
Höfundur bókarinnar, Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur, er sonarsonur Stefáns sterka og segir hér líflega og ítarlega frá afa sínum og samtíð hans. Bókin, sem geymir ófáar skemmtisögur, er sögð af hlutleysi og virðingu fyrir jafnt staðreyndum og sögupersónum.