Sólarmegin: líf og störf Herdísar Egilsdóttur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 200 | 3.100 kr. |
Sólarmegin: líf og störf Herdísar Egilsdóttur
3.100 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 200 | 3.100 kr. |
Um bókina
Í sólskinsbókinni Sólarmegin – líf og störf Herdísar Egilsdóttur, lítur kennarinn ástsæli yfir farinn veg. Hún rifjar upp æsku sína á Húsavík, rekur árin sem hún var einstæð móðir með þrjú börn, segir frá ritstörfum sínum og margvíslegum hugðarefnum. Mest talar hún þó um börnin og segir sólskinssögur af þeim úr skólastofunni. Hún lýsir því hversu stórbrotin þau eru, ræðir umhyggjuna, kærleikann, virðinguna og tímann sem börn þurfa. Og hún segir frá landnámsaðferðinni makalausu sem hún þróaði við kennslu í Ísaksskóla og hefur verið notuð víða um lönd.
Það er bjart yfir þessari bók. Af hverri síðu skín lífsgleði og jákvæðni, uppátækjasemi samfara útsjónarsemi og nægjusemi, því þótt lífið hafi ekki alltaf verið Herdísi auðvelt hefur hún ævinlega haldið sig sólarmegin.
Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson skráðu.
1 umsögn um Sólarmegin: líf og störf Herdísar Egilsdóttur
Kristrun Hauksdottir –
„… goðsögn í lifanda lífi … falleg saga. Lýsir lífssýn konu sem svo margir eiga gott upp að unna … Þessi bók hefur góðan boðskap og þannig eiga allar bækur að vera.“
Ingi Bogi Sævarsson / Morgunblaðið