Söknuður – Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 310 1.755 kr.
spinner

Söknuður – Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar

1.755 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2009 310 1.755 kr.
spinner

Um bókina

Þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson lést í bílslysi í Lúxemborg um páskana 1978 var hann aðeins þrjátíu og tveggja ára gamall. Lög hans höfðu smogið svo kirfilega að hjartarótum þjóðarinnar að fólki fannst sem það hefði misst nákominn ættinga við fráfall hans. Óhætt er að segja að þrjátíu árum eftir dauða sinn sé hann dáðari en nokkru sinni. Allir þekkja umsvifalaust vörumerki hans, hina hreinu og björtu rödd. Allir geta raulað Söknuð, Skýið og Lítinn dreng.

Færri vita hins vegar að Vilhjálmur var forfallinn lesandi vísindaskáldsagna, var með próf í dáleiðslu, lagði stund á rússnesku og svahílí og tók virkan þátt í alþjóðlegri réttindabaráttu flugmanna. Hann sló ungur í gegn með lögum sem þóttu helst við hæfi hinna eldri en varð sífellt uppreisnargjarnari með aldrinum.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning