Sögumaður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 170 | 2.995 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 170 | 2.995 kr. |
Um bókina
Ég hafði á þeim tíma jafnvel hugsað upp aðferðir til að ryðja þessum manni úr vegi, að koma honum frá á einhvern hátt, þótt útfærslan á þeirri gjörð væri aldrei þaulhugsuð. En þarna er hann sem sagt kominn. Ég hef ekki séð hann mjög lengi.
Á rigningardegi í júní, þegar England og Costa Rica eigast við í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Brasilíu, er þrjátíu og fimm ára gamall maður staddur á pósthúsinu í miðbæ Reykjavíkur. Í tösku sinni er hann með umslag og í umslaginu er handrit að skáldsögu. Á meðan hann bíður eftir afgreiðslu kemur hann auga á mann sem hann kannast við frá því fyrir rúmum áratug, mann sem um tíma var kærasti stúlku sem hann elskaði sjálfur úr fjarlægð. Minningin um hatrið á þessum manni heltekur huga hans og verður til þess að hann yfirgefur pósthúsið áður en hann nær að koma frá sér umslaginu.
Sögumaður er saga um eltingarleik.
5 umsagnir um Sögumaður
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Bragi er góður og skemmtilega skrítinn húmoristi. Sögumaður er lágstemmd og skemmtileg bók …“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Knöpp og stórskemmtileg skáldsaga … afrek snjalls höfundar að segja frá … á svo forvitnilegan hátt.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Mjög Bragaleg bók … venjulegir hlutir verða mjög skrýtnir hjá Braga og skrýtnir hlutir verða mjög venjulegir … Undirfurðulegur húmor …“
Egill Helgason / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Bragi tekur mann í skemmtilegan leik.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Bygging sögunnar er, þrátt fyrir að hún sé bæði flókin og stutt, afar vel heppnuð. … allt styður hvað annað í uppbyggingu persóna, þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna hins flókna leiks með frásögnina.“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá