Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Skýjafar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 24 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 24 | 1.990 kr. |
Um bókina
Skýjafar er fyrsta ljóðabók Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur og sú 17. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.
Bókin var handsaumuð og gefin út í 200 tölusettum eintökum. Henni var ritstýrt af Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur.
eins og staksteinar í auðn
liggja minningar um þigheitar
ósnertanlegar
og glóandi
Hvert orð er valið af kostgæfni í þessum fíngerðu kvæðum um nándina og fjarlægðina milli fólks, þar sem náttúra landsins, veður og birtubrigði hljóma undir.
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir (f. 1993) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og grunnnámi í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands. Jóna hefur áður birt ljóð í tímaritinu Stínu.
1 umsögn um Skýjafar
Elín Pálsdóttir –
„Blýantar dansa „á hvítum pappír“, „í takt við vindinn“ og loks hefst himnaferð ljóðanna. Myndin er einföld og skýr, hvítur snjórinn og hvítur pappírinn falla saman og mynda ljóð sem svífa um í loftinu. […] Aftur birtist hér athyglisverð tilfinning fyrir samfellu hins stóra og hins smáa, auk þess sem hið óhlutbundna er gert áþreifanlegt eða efnislegt.“
Úlfhildur Dagsdóttir / Bókmenntir.is