Skutlubók Villa
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 47 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 47 | 1.790 kr. |
Um bókina
Það er enginn vandi að smíða listflugvél, geimskip eða ofurhetjuflaug. Það eina sem þarf til er dálítil sköpunargleði og góðar leiðbeiningar. Hér kennir Vísinda-Villi krökkum á öllum aldri að búa til alls kyns skutlur úr einfaldasta efniviði í heimi – einu pappírsblaði! Með ímyndunaraflið að vopni má halda endalaust áfram, betrumbæta skutlurnar, búa til nýjar og láta þær fljúga lengra og lengra. 20 litrík skutlublöð fylgja bókinni.
Villi hefur getið sér gott orð fyrir vandað og fræðandi barnaefni. Vísindabók Villa og Vísindabók Villa 2 hlutu frábærar viðtökur hjá íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra. Sú fyrri var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka og valin besta íslenska barnabókin hjá bóksölum landsins.
Góða ferð inn í leyndardóma loftaflsfræðinnar, flugkappi!