Skipulag

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 176 5.990 kr.
spinner

Skipulag

5.990 kr.

Skipulag
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 176 5.990 kr.
spinner

Um bókina

Eftir því sem verkefnum fjölgar er oft eins og sólarhringurinn verði styttri. Þá kann að virðast ómögulegt að komast yfir allt sem þarf að gera.

Skipulag nýtist öllum sem vilja ráðstafa tímanum betur, einfalda verkefni og verða afkastameiri.

Sólrún Diego hefur getið sér gott orð fyrir skilvirkar og skemmtilegar aðferðir við skipulag. Í bókinni kemur hún víða við og fjallar um allt sem snýr að eigin skipulagi, fjölskyldunnar og heimilisins. Þá er veglegur hluti um veislur og viðburði og hvernig má skipuleggja allt frá litlum matarboðum yfir í brúðkaup.

SKIPULAG hjálpar þér meðal annars að:

  • Útbúa verkefnalista og fylgja þeim
  • Einfalda innkaup og matseld
  • Viðhalda röð og reglu á heimilinu
  • Undirbúa styttri og lengri ferðalög
  • Auðvelda flutninga til muna
  • Halda skotheldar veislur af öllum stærðum
  • Skipuleggja brúðkaup

Sólrún Diego hefur notið mikilla vinsælda fyrir umfjöllun um allt sem tengist heimilishaldi. Fyrsta bók hennar, Heima, sló í gegn árið 2017 og var á meðal söluhæstu bóka ársins.

Tengdar bækur

Heima
4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning