Í bókinn er rakin saga skipasmíða í Stykkishólmi á yfir 100 ára tímabili. Fjallað er um smíði 110 báta. Þar er um að ræða allt frá minnstu árabátum upp í fullkomin nútíma fiskiskip.
Einnig koma við sögu bátar sem þjónustaðir hafa verið. Alls tekur frásögnin því til um 200 báta, sem borið hafa um 400 nöfn. Fjallað er um mennina, átökin, ósigrana, þrautseigjuna og sigrana, allt til endaloka nýsmíði skipa í Stykkishólmi. Sagt er frá rekstri þeirra fyrirtækja sem við sögu koma og þeim áskorunum sem þau hafa staðið frammi fyrir, sem og aðlögunarhæfni fyrirtækjanna til að takast á við umbreytingu frá skipasmíði til nýrra tækifæra í almennri verktakavinnu og þjónustu. Bókin er því að hluta til iðnsaga Stykkishólms. Bókin er ríkulega skreytt ljósmyndum, í henni eru hátt í 500 myndir. Alls koma um 550 menn við sögu, karlar og konur. Hér er um að ræða fróðlegt og merkilegt rit sem allir áhugamenn um sögu, skip og atvinnuhætti ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar