Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Sjónsbók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 464 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 464 | 3.390 kr. |
Um bókina
Skáldið Sjón er brautryðjandi í íslenskum bókmenntum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga hérlendis sem og á alþjóðavettvangi. Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar hér um verk hans, meðal annars út frá framúrstefnu, súrrealisma og frásagnarfræðum. Sjónsbók veitir innsýn í skáldskap Sjóns með áherslu á ljóð og skáldsögur, auk þess er skoðað hvernig höfundurinn gengur þar ljósum logum.
Sjónsbók er þarft innlegg í sögu íslenskra nútímabókmennta og nauðsynleg öllum sem vilja kynna sér þær til hlítar.
Úlfhildur Dagsdóttir hefur skrifað um íslenskar bókmenntir í tvo áratugi og gefið út tvær fræðibækur, Sæborgina (2011) og Myndasögunum (2014). Hún hefur unnið að Sjónsbók um langt skeið og aflað sé fanga víða.
1 umsögn um Sjónsbók
Árni Þór –
„Sjónsbók er öndvegisrit. Hún varpar ekki bara nýju og heillandi ljósi á höfundarverk skáldsins Sjóns heldur einnig á íslenska bókmenntasögu, framúrstefnu og arfleifð póststrúktúralískra bókmenntakenninga á okkar dögum. Bókin er þar að auki skrifuð af þekkingu, andagift og ástríðu fyrir bæði skáldskap og fræðum.“
Jón Karl Helgason / Hugrás