Sjálfsskaði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 365 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 365 | 3.490 kr. |
Um bókina
Í kæfandi hita síðla sumars kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám á hafnarsvæðinu í borginni. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte kemst á snoðir um mikilvægar vísbendingar og sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Þegar rannsóknin tekur að beinast að innflytjendahverfinu Gjellerup magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda.
Danska spennusagnadrottningin Elsebeth Egholm er einn ástsælasti skáldsagnahöfundur Danmerkur. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir bókum hennar um Dicte og hafa þeir meðal annars verið sýndir á RÚV. Sjálfsskaði er þriðja sagan í flokknum um Dicte.