Siggi og Sigrún slaka á
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 33 | 2.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 33 | 2.490 kr. |
Um bókina
Siggi og Sigrún kunna að slaka á og njóta augnabliksins. Þau hafa æft sig bæði inni og úti. Með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að slaka vel á líkamanum og róa hugann á einfaldan hátt.
Myndirnar og textinn í bókinni auðvelda börnum að komast í rétt hugarástand til að slaka á sem er gott veganesti fyrir framtíðina. Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa börnum að ná tökum á slökun og öðlast hugarró.
Hrafnhildur Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar, starfar ásamt Unni Örnu Jónsdóttur hjá Hugarfrelsi. Á vegum Hugarfrelsis hafa þær haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem áhersla er lögð á öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu.
Undir nafni Hugarfrelsis hefur áður komið út fjölbreytt efni sem miðar að bættri andlegri og líkamlegri líðan.
Kári Þór Arnarsson er elsti sonur Hrafnhildar. Kári Þór fékk teiknihæfileika í vöggugjöf og hefur myndskreytt áður útgefnar bækur Hugarfrelsis.