Siffon og damask

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 28 1.990 kr.

Siffon og damask

1.990 kr.

Siffon og damask
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 28 1.990 kr.

Um bókina

Siffon og damask er fyrsta ljóðabók Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur og sú 31. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.

Var mikið sungið?

það var mikið
saumað
á mínu heimili

sniðið út í loftið

glaðbeittum skærum
glaðbeittum rómi
út í loftið

Ljóðabókin Siffon og damask er helguð unaðssemdum efnisins og fögnuðinum að skapa úr því eitthvað nýtt. Í hverju ljóði er brugðið upp mynd af einni efnabúð sem starfrækt hefur verið á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sumir staðir heyra fortíðinni til, aðrir eru enn í fullu fjöri, en allir einkennast þeir af sömu spriklandi sköpunargleðinni.

Sigrún Ása Sigmarsdóttir er fædd árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla íslands. Hún hefur sótt námskeið um skapandi og tilfinningaleg skrif og einnig um ritun endurminninga. Ljóð eftir hana hafa ekki birst áður, en fram til þessa hefur Sigrún ort í liti á pappír og skáldað með nál og þræði.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning