Siðfræði Níkomakkosar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Pakkar 1995 370 5.590 kr.

Siðfræði Níkomakkosar

5.590 kr.

Siðfræði Níkomakkosar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Pakkar 1995 370 5.590 kr.

Um bókina

Tvö bindi í öskju.

Aristóteles er að öllum líkindum einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar. Hann lifði og hrærðist á 4. öld f.Kr. í Grikklandi umkringdur stórmennum, Platoni sem læriföður og Alexander mikla sem nemanda. Hann lagði stund á flest vísindi og fræði, hvort heldur var dýrafræði eða bókmenntafræði, frumspeki eða eðlisfræði, stjórnspeki eða siðfræði, að ógleymdri rökfræði sem hann gerði fyrstur manna grein fyrir. Á miðöldum gekk hann næstur guði. Þá byrjaði heimspekin að tala mál Aristótelesar og hefur gert síðan. Hugmyndir hans og hugtök hafa mótað heimspekisögu nýaldar allt til okkar daga.

Eitt af áhrifamestu ritum Aristótelesar er Siðfræði Níkomakkosar. Í riti sínu spyr Aristóteles þriggja meginspurninga um mannlega breytni. Þeirra hefur verið spurt allar götur síðan og sjaldan af meiri ákafa en um þessar mundir. Fyrst spyr hann hvað sé hamingja og hvernig manneskjan verði hamingjusöm. Þannig hyggst hann svara því hvert manneskjur stefni með lífi sínu. Þessi hugmynd um hamingju leiðir til annarrar spurningar sem varðar mannlega breytni: hvers vegna er góð breytni einhvers virði og hvers virði er hún? Þannig gerir Aristóteles grein fyrir mikilvægi góðleikans fyrir hamingju einstaklingsins og samfélagið allt. Og loks spyr hann hvers konar siðgerð liggi að baki góðri breytni. Þannig kynnir hann til sögunnar dyggðina og útskýrir hvernig dyggðug siðgerð mótar ásetning okkar, athafnir og loks hamingjuna sjálfa.

Kenning Aristótelesar krefst margvíslegrar umræðu um flestar hliðar mannlegrar breytni og þess sem býr að baki: hver sé greinarmunur viljandi athafna og óviljandi, hvernig manneskjur ráði ráðum sínum og komist að niðurstöðu sem leiði til breytni, hver sé raunveruleg ánægja og hvernig megi útskýra breyskleika, hvað aðskilji vitrænar dyggðir og siðrænar, hverjar séu siðrænar dyggðir og hvernig megi lýsa hófsemi og hugrekki, veglyndi og réttlæti.

Þessari viðamiklu íslensku útgáfu fylgja ítarlegur inngangur, þar sem greint er frá ævi, ritum og kenningum heimspekingsins og skýringarkaflar við hvern hluta verksins, auk yfirlits um íslenskun grískra orða. Siðfræði Níkomakkosar er gefin út í tveimur bindum.

Þýðing: Svavar Hrafn Svavarsson sem einnig ritar inngang.

Önnur Lærdómsrit eftir Aristóteles eru Frumspekin I og Um skáldskaparlistina.

Tengdar bækur

Siðfræði Nikómakkosar
5.590 kr.
Um skáldskaparlistina
3.190 kr.
Frumspekin I
2.990 kr.
Um skáldskaparlistina
3.090 kr.
Síðasta setning Fermats
3.190 kr.
Saga tímans
3.190 kr.
Fædros
3.190 kr.
Fangelsisbréfin
3.090 kr.
Visindabyltingar
3.090 kr.
Hugleiðingar um frumspeki
3.090 kr.
Um kvikmyndalistina
3.090 kr.
Bjólfskviða - Forynjurnar og fræðimennirnir
3.090 kr.
Tilviljun og nauðsyn Jacques Monod
3.090 kr.
Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni
2.990 kr.
Síðustu dagar Sókratesar
2.990 kr.

INNskráning

Nýskráning