Síðasta bréfið til Svíþjóðar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 296 | 1.695 kr. | ||
Kilja | 2013 | 296 | 1.695 kr. | ||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 296 | 1.695 kr. | ||
Kilja | 2013 | 296 | 1.695 kr. | ||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Síðasta bréfið til Svíþjóðar er fjórði og síðasti hluti sögu Mobergs um Karl Óskar og Kristínu sem námu land í Ameríku á seinni hluta 19. aldar ásamt fjölda annarra Svía og Evrópubúa. Þau voru meðal fyrstu landnemanna sem settust að á yfirráðasvæði Chippewa-indíána við Ki-Chi-Saga vatn.
Börnunum á Nýja-Dúfulandi hefur fjölgað, búið stækkað og ýmis lífsþægindi eru komin til sögunnar. En nú er tilveru landnemanna ógnað. Á milli Norður- og Suðurríkjanna geisar blóðug borgarastyrjöld í forsetatíð Abrahams Lincoln, indíánarnir sem hafa verið rændir veiðilendum sínum gera heiftúðuga uppreisn, sértrúarsöfnuðir skjóta upp kollinum og hörð átök hefjast um mismunandi kenningar. Einhverjir telja sig heyra grát englanna á himnum og gleðilæti djöflanna í helvíti. Alvarleg slys eiga sér stað og veikindi herja á fjölskylduna.
Eftir viðburðarík ár færist aldurinn yfir söguhetjurnar sem skilað hafa drjúgu ævistarfi og tekið þátt í miklum sviptingum. Ný kynslóð er að taka við keflinu, fólk sem vill ekki muna gamla tímann, hefur nýja siði til vegs og virðingar og horfir bjartsýnt fram á veginn.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 12 klukkustundir að lengd. Hjalti Rögvaldsson les.