Samskiptaboðorðin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Mjúk spjöld | 2016 | 181 | 3.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Mjúk spjöld | 2016 | 181 | 3.890 kr. |
Um bókina
Ákveðnir atburðir og manneskjur sem standa mér nálægt hafa gefið mér merkingu í þjáningu og gleði lífsins og orðið þess óbeint valdandi að Samskiptaboðorðin urðu til. Hugmyndafræðin að baki þeim er ekki flókin en reynir að skilgreina í hverju góð samskipti felast því þannig getum við aukið vellíðan okkar sjálfra um leið og annarra. Við þurfum aðeins að byrja á okkur sjálfum.
Það er ævinlega einhver ástæða fyrir hegðun okkar og líðan. Skýringuna er að finna í persónuleika okkar, lífsreynslu og viðhorfunum til okkar sjálfra. Í samskiptum við aðra verður líka til reynsla sem nauðsynlegt er að horfast í augu við af heiðarleika.
Aðalbjörg er gift Heiðari Inga, hún er móðir Daníels Mána, Sóleyjar Ylju, Unnar Blævar, Birtu Bjargar og Örnu Dísar og stjúpmóðir Steinunnar Lilju. Hún er deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ, hefur ritstýrt kennslubókum um hjúkrun og haldið námskeið.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 3 mínútur að lengd. Höfundur les.
3 umsagnir um Samskiptaboðorðin
Árni Þór –
„Mjög einlæg bók og hugrökk lýsing, svona lífssaga sem veitir von með einlægni sinni. Bók sem þorir að tala um allt. Viðkvæm og falleg samskipti við börn, maka, samferðafólk.“
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur
Árni Þór –
„Takk fyrir yndislega bók um samskiptaboðorðin. Hún er svo mikil gjöf; fallega einlæg og skrifuð af örlæti og einstakri mannást. Það er svo gott að lesa hana.“
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Árni Þór –
„Var að klára að lesa bókina þína.Takk fyrir að deila þinni reynslu í lífi og starfi. Vel skrifuð og lærdómsrík lesning.“
Anna Eyjólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur