Samfeðra
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.290 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2018 | 271 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.290 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2018 | 271 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Við lát móður sinnar kemst Janus að því að hann á ellefu hálfsystkini á svipuðu reki víðsvegar um landið. Þjóðhátíðarárið 1974 leggur hann upp í hringferð til að kynnast þessu ókunna, náskylda fólki. Hvernig bregðast systkinin við því að hitta bróður sem þau hafa aldrei átt? Mun Janus eignast þá fjölskyldu sem hann hefur alltaf vantað?
Samfeðra er listilega spunnin fjölskyldusaga í gráglettnum stíl þar sem sjónum er beint að fólki sem sést ekki oft í skáldsögum en er samt furðu kunnuglegt.
Steinunn G. Helgadóttir hlaut mikið lof fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins og fékk Fjöruverðlaunin 2016 fyrir hana. Steinunn var valin ein af tíu nýjum röddum Literary Europe 2017 en það er viðurkenning til upprennandi höfunda.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 6 mínútur að lengd. Steinunn G. Helgadóttir les.