Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 24 | 1.990 kr. |
Um bókina
Salt er fyrsta ljóðabók Maríu Ramos og sú 26. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.
þar til allt
í einu
hún tekur upp
pennann og
skrifar söguna
á sjálfa sig
Í bókinni er að finna ljóð um konur sem skrifa, ljóð um seltuna í tilverunni. Saltið býr í tárunum og harminum, en það skerpir líka bragðið af lífinu og vekur okkur upp af doðanum.
María Ramos (f. 1998) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur áður birt ljóð og smásögu í skólablaði MH, Beneventum.
Ritstjórn: Kristín Svava Tómasdóttir