Sönn sakamál 12: Trúðu mér
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 184 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2025 | 184 | 3.390 kr. |
Um bókina
Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna.
Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Eftir fjögurra daga gæsluvarðhald játaði Lucas að hafa myrt konurnar tvær.
Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna til viðbótar með vini sínum og elskhuga meðan hann var undir áhrifum satanísks sértrúarsafnaðar.
Sagði hann satt? Lögreglunnar beið erfitt verk að sannreyna frásagnir hans.
Rétt eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.
Ragnar Hauksson íslenskaði.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar