Sagan um Bíbí Ólafsdóttur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 352 | 1.550 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Geisladiskur | 2007 | Mp3 | 1.590 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 352 | 1.550 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Geisladiskur | 2007 | Mp3 | 1.590 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Vigdís Grímsdóttir færir í letur einstaka sögu Bíbí Ólafsdóttur. Bíbí fæddist árið 1952 við erfiðar aðstæður og saga hennar er örlagasaga sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvernig sem á móti blæs, konu sem gerir hið ómögulega mögulegt. Hún segir frá á heiðarlegan og einlægan hátt og dregur ekkert undan, enda er hún trú því loforði sem hún eitt sinn gaf þegar ungri dóttur hennar var ekki hugað líf. Viðhorf hennar er öllum hvatning til að takast á við andstreymi lífsins með húmor, velvild í garð annarra og gleði yfir litlu.
Vigdís Grímsdóttir dregur tíðarandann svo ljóslifandi fram að heyra má brakið í bröggunum í Múlakampi, finna sérhvern ilm eða ódaun úr andrúmsloftinu, skynja gleði og sorg, og upplifa þrotlausa baráttu og sigurvilja manneskjunnar.
Sagan um Bíbí Ólafsdóttur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 12 klukkustundir að lengd. Höfundur les.
6 umsagnir um Sagan um Bíbí Ólafsdóttur
Bjarni Guðmarsson –
„Saga Bíbíar Ólafsdóttur er ekki venjuleg játningarsaga íslenskrar hversdagshetju eða stórmennis og hún er ekki sögð með fjarlægri hógværð heldur skáldlegri nálægð og hlýju. Það er líkt og einhver taki í höndina á lesandanum og leiði hann aftur í tímann … virkilega fallega skrifuð þroskasaga og rödd Bíbíar afar persónuleg þótt bókin verði seint sögð væmin … réttnefnd örlagasaga og hádramatísk á köflum.“
Kristrún Heiða Hauksdóttir / Fréttablaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Vel skrifandi höfundar hafa undanfarin ár ritað áhugaverðar endurminningabækur. Ég velti því meira að segja fyrir mér við lesturinn hvernig sú saga sem hér er til umræðu hefði orðið allt öðruvísi í meðförum til dæmis Gerðar Kristnýjar eða Einars Kárasonar. En Vigdís Grímsdóttir kemur sterk inn á þennan ritvöll. Saga Bíbíar Ólafsdóttur á eftir að grípa lesendur sem hafa áhuga á örlögum óvenjulegra einstaklinga og ekki síður þá sem vilja skoða samfélagið í gegnum æviferil slíkra persóna. “
Þórdís Gísladóttir / kistan.is
Bjarni Guðmarsson –
„Svo sannarlega ævisaga sem á erindi á bók … gefur lifandi innsýn í andrúmsloft 20. aldar … alltaf stutt í húmorinn … alltaf fjör í frásögn sem vegur upp á móti þungum undirtóninum.“
Auður Aðalsteinsdóttir / Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„… Fantagóð tök á stíl og frásagnarhætti … mjög vel heppnuð.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Stórmerkileg saga … Þær renna svo glæsilega saman, Vigdís og Bíbí, í þessari sögu.“
Katrín Jakobsdóttir / Mannamál á Stöð 2
Bjarni Guðmarsson –
„Þegar ég byrjaði að lesa bókina um Bíbí Ólafsdóttur bjóst ég við hefðbundinni „ævisögu“ … hlakkaði til að njóta nokkurra daga með Bíbí og Vigdísi Grímsdóttur … En þetta urðu ekki ‘nokkrir dagar’. Þetta urðu ekki nema tveir dagar og ein nótt, þar sem ógjörningur var að leggja bókina frá sér … Bíbí Ólafsdóttir ætlaði ekki að segja sögu sína … Ég segi nú ekki annað: Guði sé lof að Bíbí samþykkti að lokum.“
Anna Kristine / DV