Saga Íslands VII
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 999 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 999 | 3.690 kr. |
Um bókina
Íslandssaga árin 1640-85. Endurskoðuð er söguskoðun frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar við Dani um að öldin hafi verið dimm og dapurleg og víl og volæði einkennt landsmenn vegna kúgunar Dana, einokunar í verslun, einangrunar landsins, rétttrúnaðar og versnandi tíðarfars. Lengst af var góð tíð með miklum fiskafla, fólksfjölgun, nýbýlamyndun og hækkun jarðarverðs. Einokun verður með fullum þunga um 1670 og landsmenn áttu mikil samskipti við erlenda farmenn, bæði fiskimenn og kaupmenn.
Glímt er við spurningar um framfarir og hnignun, framtaksleysi og kyrrstöðu og ætlaða bölvun einveldis og rétttrúnaðar. Allmikið segir frá búðarfólki og lausamönnum og hagsmunaárekstrum í samfélaginu. Árferði og hagir, verslun og viðskipti, híbýli, heilbrigðismál og samgöngur, veraldleg og kirkjuleg valdstjórn og Ísland og umheimurinn eru meginviðfangsefni. Bókmenntakaflinn er ítarlegasta yfirlit sem til þessa hefur verið samið um íslenskar bókmenntir frá siðbreytingu og fram á miðja átjándu öld. Rímur, galdrarit og sjálfsævisögur. Áhrif siðbreytingar og húmanisma á bókmenntir og fræðaiðkun skýrð og dregnar fram meginlínur í umfangsmikilli kveðskapariðju 16., 17. og 18. aldar.
Mikil gróska einkennir íslenska myndlistarsögu 17. aldar enda koma þá fram í fyrsta sinn nafngreindir íslenskir listamenn og hafa verk þeirra varðsveist fram á vora daga. Þetta er tímabil kirkjugripa og af þeim hefur langmest varðveist.
Fjöldi mynda prýðir þetta 7. bindi af Sögu Íslands, eins og hin fyrri, sem öll eru fáanleg.
Ritstjórar: Sigurður Líndal, Magnús Lyngdal Magnússon og Pétur Hrafn Árnason.