Saga Búnaðarbankans 1930-2003
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 315 | 4.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 315 | 4.690 kr. |
Um bókina
Saga Búnaðarbankans 1930-2003 rekur sögu bankans allt frá undirbúningi að stofnun hans fram yfir einkavæðingu hans og sameiningu við Kaupþing. Sagt er frá tengslum bankans við þjóðlíf og þjóðmál, skipulagi hans og starfsháttum og hvernig þjónusta hans við einstaklinga og atvinnulíf breyttist með breyttum tímum.
Aðalhöfundar eru Edda Svavarsdóttir og Jón Adólf Guðjónsson, bæði gamalreyndir yfirmenn bankans, ásamt Helga Skúla Kjartanssyni sagnfræðingi. Stuðst er við skjöl og frásagnir úr bankanum, umfjöllun fjölmiðla og opinberar skýrslur.
Í bókarauka er gerð grein fyrir 2448 starfsmönnum bankans fyrr og síðar, auk stjórnenda og trúnaðarmanna. Bókin er prýdd mörghundruð myndum, flestum af starfsfólki og starfsstöðvum bankans. Arion banki stóð að útkomu bókarinnar í apríl 2018, en dreifingu hennar annast Hið íslenska bókmenntafélag.