Rof – frásagnir kvenna af fóstureyðingum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 285 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 285 | 3.390 kr. |
Um bókina
Árið 1975 setti Alþingi lög sem heimiluðu fóstureyðingar af læknisfæðilegum eða félagslegum ástæðum. Fjörtíu árum síðar eru fóstureyðingar enn eitthvað sem vinkonur hvíslast á um í stað þess að rætt sé opinskátt um þessa reynslu sem um þriðjungur íslenskra kvenna á sameiginlega. Í bókinni birtast 76 sögur kvenna sem deila reynslu sinni af fóstureyðingum.
Hér er fléttað saman sögum af konum sem vildu ekki rjúfa meðgöngu og öðrum sem þurftu að berjast fyrir því að komast í fóstureyðingu; konum sem upplifðu eftirsjá og öðrum sem fundu fyrir létti. Allar hjálpa þær lesandanum að setja sig í spor kvennanna og skilja aðstæður þeirra. Þetta eru sögur sem eru ekki lengur bara hvísl heldur ákall og þetta er bókin sem getur breytt því hvernig við hugsum um fóstureyðingar.