Ríki ljóssins 6 – Sá útvaldi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2013 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2013 | 1.790 kr. |
Um bókina
Fimmtánda bókin í bókaflokki Margit Sandemo, Ríki ljóssins. Þar tengjast sögurnar um Ísfólkið og Galdrameistarann, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.
Í Ríki Ljóssins var ákaft unnið að því að senda mikilvægan leiðangur út til Svörtufjalla. Búið var að velja flesta þá sem fara áttu í þessa svaðilför, en einn vantaði enn: Þann útvalda.
Hann var ungur drengur sem sækja þurfti á dularfulla svæðið í suðurhluta Ríkis Ljóssins. Indra af Ísfólkinu var valin til að annast þennan mjög svo sérstaka dreng og það var enginn barnaleikur.
En fleira mæddi á Indru. Hún varð óvart ástfangin… af forboðnum manni.
Margit Sandemo er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.