Ríki ljóssins 18 – Innsta þráin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 1.790 kr. |
Um bókina
18. bindi í hinum magnaða flokki Margit Sandemo, RÍKI LJÓSSINS. Þar tengjast sögurnar um ÍSFÓLKIÐ og GALDRAMEISTARANN, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.
Lilja og Góram elskuðu hvort annað en Góram var Æðstivörður og laut ströngum reglum þeirra. Sá eini sem gæti bjargað ást þeirra var galdrameistarasonurinn Dólgur.
Á ferðum sínum við að bjarga Jörðinni lá leið Dólgs, Górams og Lilju til Taran-gai, þar sem álagabarnið Mar hafði fyrir löngu snúist á sveif með góðu öflunum. Nú var svæðið á valdi þriggja illra vera sem ruddu úr vegi öllum sem reyndu að stöðva þær.
MARGIT SANDEMO er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.