Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Reykjavíkurskákmót í 50 ár-2.b
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 3.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 3.790 kr. |
Um bókina
Reykjavíkurskákmótið er mikilvægasta skákmót okkar Íslendinga. Það er jafnframt elsti alþjóðlegi viðburðurinn sem ber nafn höfuðborgarinnar og er enn haldinn reglulega. Saga Reykjavíkurmótsins í 50 ár segir sögu skáklistarinnar á Íslandi, þar sem mótið hefur myndað þungamiðju skáklífs í hálfa öld.
Mótið hefur veitt íslenskum skákmönnum tækifæri til þess að etja kappi við erlenda skákmeistara á heimavelli og þjóðinni ánægju af því að geta fylgst með skák á heimsmælikvarða í návígi. Helgi Ólafsson stórmeistari fer á kostum í frásögn sinni.