Regnskógabeltið raunamædda
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2011 | 450 | 4.140 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2011 | 450 | 4.140 kr. |
Um bókina
Heildarþýðing á sígildu verki – stórkostlegur áfangi í rannsóknum á mannfræði og menningu – eftir föður mannfræðinnar.
Regnskógabeltið raunamædda er frumleg blanda af ferðasögu, ævisögu, mannfræðirannsókn og heimspekipælingum. Hér segir frá leit höfundarins að mannlegu samfélagi í sinni upprunalegustu mynd sem leiddi hann í ferðalag um Amasón-svæðið og frumskóga Brasilíu undir lok fjórða áratugar nýliðinnar aldar. Regnskógabeltið raunamædda er sagan af reynslu hans meðal ættbálkanna þar, en hún er meira – Lévi-Strauss setur fólkið í regnskógunum í samhengi við heiminn og dregur upp heillandi líkingar sem ljá ritinu víddir langt út fyrir sérfræðigreininguna.
„Því þótt verkið sé að einhverju leyti barn síns tíma er eins og það barni alla tíma, ekki síst þá tíma sem nú eru uppi þegar allt er í deiglu og íbúar þriðju reikistjörnu frá sólu hljóta að íhuga sinn gang, “ segir Pétur Gunnarsson í formála sínum
Pétur Gunnarsson þýddi.
2 umsagnir um Regnskógabeltið raunamædda
Kristrun Hauksdottir –
„Töfrandi meistaraverk á sviði mannfræði, bókmennta, hugsunar mannsins . . . eitt af fáum tímamótaverkum tuttugustu aldar.“
Robert Ardrey
Kristrun Hauksdottir –
„… ekki bara læsilegt, heldur bráðskemmtilegt. Ferðasaga, hugleiðingar, athuganir, allt í senn, og þrátt fyrir nafnið er síður en svo nokkur
raun að lesa þetta. Ég hef að vísu sterkan grun um að þýðing Péturs sé kannski betri texti en frumtextinn, en frásögn Lévi-Strauss kemur afar skemmtilega á óvart.“
Illugi Jökulsson / eyjan.is