Rangur staður, rangur tími
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 388 | 3.890 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 2.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 388 | 3.890 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 2.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Það er síðla í október, komið fram yfir miðnætti. Jen bíður eftir Todd, átján ára syni sínum, sem er allt of seint á ferð.
Loksins sér hún hann birtast. En jafnskjótt áttar hún sig á að hann er ekki einn á ferð, það er ókunnugur maður með honum og Todd er vopnaður. Jen trúir ekki eigin augum þegar hún sér soninn – þennan lífsglaða ungling – vega manninn þarna á götunni fyrir utan húsið þeirra. Hún veit ekki hver þetta er né hvers vegna hann er drepinn. Aðeins að framtíð sonar hennar er í molum.
Þetta kvöld sofnar Jen full örvæntingar. Allt er í uppnámi. Þangað til hún vaknar … og það er gærdagurinn … Og svo vaknar hún aftur daginn þar á undan.
Á hverjum morgni vaknar Jen lengra aftur í fortíðinni. Með annað tækifæri til að stöðva voðaverkið. Einhvers staðar liggur kveikjan að glæpnum – og Jen á ekki annan kost en að finna hana.
Rangur staður, rangur tími er eftir metsöluhöfundinn Gillian McAllister. Sagan hefur verið ausin lofi og seld til yfir 30 landa. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 28 mínútur að lengd. Sara Dögg Ásgeirsdóttir les.
1 umsögn um Rangur staður, rangur tími
embla –
„Undirrituð átti erfitt með að leggja bókina frá sér. Í hvert skipti sem ég hélt að ég vissi hvað væri um að vera kollsteyptist allt og söguþráðurinn tók nýja stefnu. Sagan er þaulskipulögð, úthugsuð og virkilega góð afþreying. Ég stóð mig að því að velta sögunni lengi fyrir mér eftir að henni lauk.“
Hugrún Björnsdóttir / Lestrarklefinn