Ráðuneyti æðstu hamingju
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2018 | 480 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2018 | 480 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Ráðuneyti æðstu hamingju er margbrotin, ágeng, gáskafull og átakanleg saga frá Indlandi, eftir Arundhati Roy, höfund verðlauna- og metsölubókarinnar Guð hins smáa.
Frásögnin spannar mörg ár og söguþráðurinn vindur sig frá öngstrætum Gömlu-Delhi og breiðstrætum nýrra borgarhverfa til fjallanna og dalanna í Kasmír, þar sem stríð er friður og friður stríð. Sagt er frá fólki á jaðri samfélagsins og fólki í felum, hundeltu fólki og útskúfuðu – þetta er í senn óður til lífsins, brothætt ástarsaga og mergjaður reiðilestur.
Allt getur gerst – og gerist. Fólk skiptir um kyn og ham, það hverfur og birtist, það deyr og lifir samt. Ráðuneyti æðstu hamingju er óviðjafnanleg skáldsaga þar sem mannlífið sjálft er undir smásjá; skuggahliðar þess, hverfulleiki og ærandi fegurð.
Árni Óskarsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 17 klukkustundir og 54 mínútur að lengd. Árni Óskarsson les.
4 umsagnir um Ráðuneyti æðstu hamingju
Eldar –
„Ef ykkur langar til að fá heiminn allan í einni bók þá gæti Ráðuneyti æðstu hamingju eftir Arundhati Roy verið bókin.“
Jórunn Sigurðardóttir / RÚV, Rás 1
Eldar –
„Nú er hún [höfundur] loksins komin með aðra skáldsögu sem ég held að margir hafa beðið eftir (…) hún nær að grafa alveg ótrúlega grípandi mynd af þessu [indversku] samfélagi (…) liggur mikið á hjarta um að lýsa óbærilegu ástandi, en gerir það af miklum krafti og með miklu hugmyndaflugi.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
Eldar –
„Hún opnar dyr inn í einhvern allt annan heim.“
Egill Helgason / Kiljan
Eldar –
„Margbrotin og hrífandi indversk sagnalist (…) Hér birtist þetta heillandi samfélag með öllum sínum litríku heimum og menningarkimum, öll þessi lykt, hávaði, áreiti, gleði, harmur, ljótleiki en jafnframt óviðjafnanlegri fegurð – sagan nær einhvernveginn að snerta á þessu öllu. “
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið