Prjóniprjón: 35 skemmtilegar og litríkar uppskriftir

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 55 1.690 kr.
spinner

Prjóniprjón: 35 skemmtilegar og litríkar uppskriftir

1.690 kr.

Prjóniprjón: 35 skemmtilegar og litríkar uppskriftir
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 55 1.690 kr.
spinner

Um bókina

Prjóniprjón inniheldur 35 óvæntar, litríkar, snjallar og skemmtilegar uppskriftir sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Prjóniprjón er bók fyrir alla sem elska að prjóna. Við vonum að bbyrjendur finni kjark í bókinni til að fitja upp og prjóna eitthvað fínt. Fyrsti trefilinn þraf ekki að verða svo langur, það er allt í lagi að hann hætti við að verða trefill og endi sem barbíteppi.

Við vonum að bókin blási lífi í gamlar glæður hjá öðrum, að þeir fyllist eldmóð og taki fram hálfkláruðu peysuna sem er búin að liggja inni í dimmu skápahorni síðan sjónvarpslaust var á fimmtudögum. Við vonum líka að þaulvanir prjónarar finni hér innblástur til að gefa sig sköpunargleðinni á vald og brjótast úr viðjum uppskriftanna.

Prjónið, njótið og verið glöð!

Tengdar bækur

Kynlíf já takk eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
990 kr.3.100 kr.