Prentsmiðjubókin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 463 | 6.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 463 | 6.490 kr. |
Um bókina
Prentsmiðjubókin er merkileg menningarsöguleg heimild um upphaf og rekstur prentsmiðja á Íslandi og útgáfu blaða og rita í öllum landsfjórðungum allt fram til dagsins í dag.
Bókin er 464 síður að stærð og prýða hana 863 ljósmyndir, bæði mannamyndir, myndir af bókum og blöðum og myndir úr prentsmiðjum.
Svanur Jóhannesson hóf snemma að vinna að félags- og hagsmunamálum bókagerðarmanna og sat í stjórn Bókbindarafélags Íslands í 16 ár, þar af í 7 ár sem formaður. Hann sat síðan í stjórn Félags bókagerðarmanna í nær tvo áratugi eftir að félög í prentiðnaði sameinuðust 1980. Svanur sat í ritnefnd bókarinnar Prent eftir mennt eftir Inga Rúnar Eðvarðsson, sögu bókagerðar frá upphafi til síðari hluta 20. Aldar og í ritnefndum stéttartals og sögu bókagerðarfélaganna frá 1994. Hann hefur auk þess ritað fjölda greina í tímaritið Prentarann frá árinu 1981. Prentsmiðjubókin er fjórða bók höfundar.