Viljið þið koma í ferðalag aftur í tímann? Kynnast litlum prakkara sem fæddist fyrir meira en hálfri öld og fá að vita hvað hann var að bralla þegar ekkert sjónvarp var á Íslandi.Þá voru engar tölvur og ekkert internet og enginn átti playstation eða ipod. Í þá daga urðu börn að skapa sína leiki sjálf og þá var fundið upp á ýmsu.Ævar fæddist á Akureyri þegar bærinn var miklu fámennari en núna og börn voru frjáls og gátu leikið sér án mikilla afskipta þeirra fullorðnu. Í bókinni segir Ævar nokkrar stuttar sögur af sér og vinum sínum og lífi þeirra á Akureyri, í Hrísey og Grímsey, frá veiði í Laxá í Aðaldal, ásamt síldveiði og sumardvöl í sveit. Bókin er ætluð börnum 7-12 ára en er einnig tilvalin fyrir foreldra eða ömmur og afa að lesa fyrir alla aldurshópa.