Pottur, panna og Nanna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 239 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 239 | 3.390 kr. |
Um bókina
Nanna Rögnvaldardóttir hefur lengi haft dálæti á pottum og pönnum úr steypujárni. Í þeim er hægt að elda næstum hvað sem er eins og sést á ótrúlega fjölbreyttum uppskriftum í þessari bók, sem hefur að geyma ýmsa af uppáhaldsréttum hennar – en það er líka hægt að elda þá í öðrum pottum, pönnum og ílátum.
Margir tengja steypujárnspotta fyrst og fremst við hægeldaðar steikur, pottrétti og hveitibrauð og margar girnilegar uppskriftir af því tagi eru í bókinni. En hér eru einnig grænmetisréttir, súpur og meðlæti, sósur og pönnukökur, snöggsteiktur skelfiskur og djúpsteiktir réttir, sætt bakkelsi og alls konar góðgæti. Hér eru íslenskar flatkökur og franskt andaconfit, indverskir karríréttir, írskt sódabrauð, ofnbakaður grjónagrautur og um hundrað aðrir gómsætir réttir.
Í bókinni er einnig fjallað ítarlega um val, meðferð og umhirðu á steypujárni og kosti þess við eldamennsku af öllu tagi.