Pétur og úlfurinn… en hvað varð um úlfinn?

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 56 2.290 kr.
spinner

Pétur og úlfurinn… en hvað varð um úlfinn?

2.290 kr.

Pétur og úlfurinn… en hvað varð um úlfinn? - með geisladiski
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 56 2.290 kr.
spinner

Um bókina

Allir hafa heyrt um söguna um Pétur og úlfinn… en vitið þið hvað varð um úlfinn?

Nokkur ár eru liðin frá baráttu úlfsins og Péturs sem endaði líkt og allir vita illa fyrir úlfinn. Pétur veit ekkert hvað hefur orðið um sinn gamla óvin og fer að kanna málið. Fljótlega kemur í ljós að úlfurinn er innilokaður í dýragarði og líður þar alveg ömurlega. Pétur hóar í afa og sína gömlu vini, fulginn, öndina og köttinn, til að bjarga greyinu úr prísundinni.

Pétur og úlfurinn… en hvað varð um úlfinn? er sjálfstætt framhald sögu Prokofiev sem allir þekkja. Þessi saga er byggð upp á sama hátt þar sem hljóðfæri túlka söguna en í stað sinfónískra hljóðfæra er heimur og hljóðfæri stórsveitarinnar kynntur.

Haukur Gröndal hefur samið bráðskemmtilega nýja tónlist fyrir söguna og hann ásamt Pamelu De Sensi hafa búið til nýja sögu um Pétur og úlfinn sem höfðar til allra.

Geisladiskur fylgir bókinni þar sem Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlist Hauks og leikarinn góðkunni Guðjón Davíð Karlsson (Gói) les söguna eins og honum er einum lagið. Einnig fylgir stutt ágrip af sögu jazztónlistar og vill Töfrahurð með þessari útgáfu kynna heim jazzins fyrir börnum og unglingum.

Myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Tengdar bækur

1.990 kr.4.490 kr.
Steinskrípin
990 kr.3.390 kr.
Eyjadís
890 kr.1.490 kr.
1.690 kr.3.490 kr.
1.290 kr.3.690 kr.
Slæmur pabbi
2.290 kr.3.690 kr.
Sombína og draugurinn
2.790 kr.
Víti í Vestmannaeyjum
990 kr.2.590 kr.
E.T.
2.990 kr.

INNskráning

Nýskráning