Parísarhjól
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 188 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 188 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Parísarhjól er allt í senn: hlý saga, alvarleg og erótísk. Hér segir frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistarmanns, Viktors Karlssonar. Hann tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Á þeim tímamótum heldur hann til Parísar og kynnist þar sérkennilegum persónum: nágrannanum Alex, Botticelli-systrum, Símoni heimspekingi, Sabrínu sem dansar nakin – að ógleymdri Delphine sem verður brátt hin aðalpersónan í sögunni. Morgunbænin sem Símon kennir honum verður leiðarstefið í leit Viktors að því sem gefur lífinu gildi: „Guð, gefðu mér gleði, kjark og góða samvisku …“
Þræðir sögunnar eru skýrir og þétt ofnir. Hér nýtur stílistinn og sögumaðurinn Sigurður Pálsson sín til fulls, tónn sögunnar er áleitinn, borinn uppi af trega og birtu.
3 umsagnir um Parísarhjól
Bjarni Guðmarsson –
„… Skemmtileg … Mjög gefandi … Meistaraleg vel skrifuð … og henni ber tvímælalaust að skipa á bekk með ýmsu því besta sem íslenskar fagurbókmenntir hafa að bjóða.“
Ólína Þorvarðardóttir / DV
Bjarni Guðmarsson –
„… Full af seiðmagni, næmu innsæi og skáldlegri myndvísi.“
Árni Óskarsson / Ríkisútvarpið
Bjarni Guðmarsson –
„Ein skemmtilegasta og frjóasta skáldsaga síðustu ára.“
Þröstur Helgason / Morgunblaðið