Pabbi prófessor – Stellubók #2
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 250 | 4.190 kr. | ||
Geisladiskur | 2016 | Mp3 | 99 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 250 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 250 | 4.190 kr. | ||
Geisladiskur | 2016 | Mp3 | 99 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 250 | 990 kr. |
Um bókina
Kæri lesandi
hér er komin önnur bók um mig, Stellu (manstu, þessi sem átti klikkuðu mömmuna).
Sagan gerist á jólunum – sem ég ELSKA – en nú stefnir allt í vitleysu. Á ísskápnum hangir langur listi yfir allt sem þarf að gera og verkstjórinn er enginn annar en PABBI PRÓFESSOR. Það er ekki séns að þetta náist!
Svo er hitt. ALLIR eru allt í einu orðnir skotnir í einhverjum … nema ég. Hver vill líka … Æ, þú veist. Það er samt einn strákur … Þú verður bara að lesa bókina ef þú vilt vita meira.
Kveðja, Stella
Gunnar Helgason hefur fyrir löngu skipað sér í hóp vinsælustu barnabókahöfunda landsins. Pabbi prófessor er framhald verðlaunabókar hans Mamma klikk! sem sló rækilega í gegn hjá lesendum á öllum aldri og hlaut meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
5 umsagnir um Pabbi prófessor – Stellubók #2
Árni Þór –
„Stellusaga er bráðsmellin og skondin gleðisprengja … skondnar og skemmtilegar bækur, vel skrifaðar … á meðan brandararnir hrúgast upp síðu eftir síðu tekst Gunnari að fjalla um vandamál Stellu af mikilli lagni og innlifun og niðurstaðan er fyrst og fremst sú að lífið er yndislegt.“
Helga Birgisdóttir / Hugrás
Árni Þór –
„Barnabók ársins.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Tónninn er léttur og textinn fullur af húmor og lífsgleði; skemmtilegur lestur sem vekur til umhugsunar um líf annarra með því að draga fram það sem er kunnuglegt og sýna það í nýju ljósi.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is
Árni Þór –
„… heldur áfram að koma á óvart … tekst afbragðsvel að fylgja fyrri bókinni eftir … bráðfyndin og skemmtileg lesning … Ég óska heppnum lesendum gleðilegra hláturskasta og bókajóla.“
Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Bráðskemmtileg barna- og unglingabók og stendur fyrri bókinni, Mömmu klikk, ekkert að baki. Pabbi prófessor er ekki bara fyndin og skemmtileg bók, heldur er fólginn í henni fallegur boðskapur. Höfundur hefur þennan x-factor, neistann sem þarf til að geta skemmt lesendum. Maður hlær upphátt, tárast örlítið og skemmtir sér konunglega allan tímann.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan