Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Pabbastrákur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 396 | 1.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 396 | 1.890 kr. |
Um bókina
Pabbi, það er einhver í húsinu okkar.
Á heitu sumarsíðdegi hverfur sex ára drengur sporlaust frá heimili sínu í Norrköping. Skömmu áður hringir hann skelfingu lostinn í föður sinn til að segja honum að ókunnur maður sé í húsinu þeirra. Jana Berzelius saksóknari rannsakar málið ásamt Henrik Levin og Miu Bolander í rannsóknarlögreglunni í Norrköping. Smám saman tekst þeim að draga fram í dagsljósið ástæður þess að drengurinn var numinn á brott.
Á sama tíma tekst Jana á við höfuðandstæðing sinn, Danilo Peña, sem bíður dóms á bak við lás og slá en ógnar samt tilveru hennar. Allt er lagt undir – og þar á meðal líf mannsins sem Jana vill alls ekki missa úr lífi sínu.
Pabbastrákur er fjórða bókin um Jönu Berzelius.