Óvinurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2004 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2004 | 1.190 kr. |
Um bókina
Sönn frásögn af skelfilegum blekkingum
Óvinurinn er ógnvekjandi saga um virðulegan lækni, átján ára lygavef, fimm morð og hræðilegar ógöngur venjulegs manns.
„Að morgni laugardagsins 9. janúar 1993, á sama tíma og Jean-Claude Romand var að myrða konu sína og börn, var ég með fjölskyldu minni á foreldrafundi í skólanum.“
Þannig byrjar Emmanuel Carrère, meistari sálfræðispennunnar, á frásögn sinni af hrikalegum en sönnum blekkingarvef. Jean-Claude Romand var manna ólíklegastur til voðaverka. Hann var virtur læknir hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, mikilsmetinn vísindamaður og heimagangur hjá heimsfrægum mannvinum. Hann var fyrirmyndarsonur í daglegu sambandi við aldraða foreldra, snjall peningamaður með fjármál fjölskyldu og tengdafólks á sinni könnu.
Á yfirborðinu var allt í sóma en síðar kom skelfilegur sannleikurinn í ljós; hann hafði aldrei tekið læknapróf; hann var ekki í neinu starfi; hann þekkti engar frægar persónur; hann hafði sólundað sparifé tengdaforeldranna. Þegar segja átti foreldrum hans tíðindin þá fundust þau einnig í blóði sínu – myrt af framandi manni, syni þeirra.
Óvinurinn er ótrúleg frásögn – frásögn af flóknum lygavef sem með tímanum leiðir til voðaverka. Sagan er einnig hugleiðing um ráðgátu sjálfsmyndarinnar, heim illskunnar og örvæntingarinnar þar sem auðveldara er að myrða en gangast við sannleikanum.
Bókin vakti gífurlega athygli þegar hún kom út og tröllreið frönskum metsölulistum, var síðan seld til fjölda landa og vakti hvarvetna óskipta athygli. Kvikmynd byggð á sögunni var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes árið 2002.