Óvinafagnaður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2009 | 1.790 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2009 | 1.790 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
„Ég hef kannski ekki ráð á því að fárast yfir ólifnaði, drykkjuskap og slagsmálum, en ég var samt búinn að fá nóg af því öllu í Niðarósi, því pestarbæli. Hvað var ég búinn að vera þar lengi? Allt of mörg ár, í það minnsta …“
Þórður kakali situr að sumbli í Noregi árið 1238 þegar hann fær þær fréttir að faðir hans og hinn glæsti bróðir, Sturla Sighvatsson hafi verið felldir á Örlygsstöðum í fjölmennustu orrustu sem háð hefur verið á Íslandi. Óvígur her, undir forystu Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar, hefur þar með hnekkt veldi Sturlunga og lagt landið undir sig. Þórður kakali ákveður að kveðja bílífið í Noregi, halda heim og mæta fjendum sínum.
Í hönd fer æsispennandi atburðarás þar sem við sögu kemur fjöldi litríkra persóna; stoltir höfðingjar, þöglir vígamenn, stórlátar konur, flækingshundar og stríðsþreyttir bændur. Einar Kárason skilar þessu mikla efni í einstaklega lifandi og skemmtilegri bók, ljær því dýpt með frumlegri frásagnaraðferð og þeirri sagnagleði sem lesendur þekkja úr hans fyrri verkum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Höfundur les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar: