Óveðrið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 332 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 332 | 3.690 kr. |
Um bókina
Á miðjum aldri heldur Andreas til lítillar eyjar úti fyrir ströndum Noregs, þar sem hann ólst upp, til að fara yfir dánarbú fósturföður síns. Á eyjunni hafði auðugur grasafræðingur, sem var ráðherra í stjórn Quislings á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, sett á fót útópíska nýlendu.
Ýmsar spurningar vakna í huga Andreasar þegar hann snýr aftur. Af hverju hurfu foreldrar hans svo snögglega? Af hverju var fátækum börnum safnað saman á eyjunni? Af hverju voru hann og Minna systir hans aðskilin? Var ríki grasafræðingurinn raunverulega nasisti eða hugsjónama myrkviðurður á villigötum?
Magnþrungin skáldsaga um dularfulla fortíð, sögusagnir sem fléttast inn í veruleikann, arfbundið hatur og ást sem ekkert fær bugað.
Steve Sem-Sandberg er einn af virtustu skáldsagnahöfundum Svíþjóðar. Eitt þekktasta verk hans er Öreigarnir í Łódź sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.