Einn eftirminnilegasti hluti Egils sögu er frásögnin um orrustuna á Vínheiði á Englandi, þar sem þeir Egill og Þórólfur bróðir hans börðust sem málaliðar í liði Aðalsteins konungs gegn innrásarliði norrænna manna og Skota. Aðalsteinn sigraði, en Þórólfur féll. Lengi hefur verið talið að átt sé við orrustu sem háð var við Brunanborg árið 937, þar sem Aðalsteinn vann sigur á her frá Norðymbralandi, Írlandi og Skotlandi. Aðalheimildin er kvæði í Árbókum Engilsaxa, sem er birt hér í íslenskri þýðingu, ásamt skýringum og ítarlegri greinargerð, með fleiri heimildum um orrustuna, og fjallað um mögulegan vettvang atburðanna og fleira. Í Viðauka 1 eru kaflar úr Árbókum Engilsaxa 923-955 og 1066. Í Viðauka 2 er réttarbót Aðalsteins konungs um járnburð og ketiltak, og í Viðauka 3 Brúnaborgar bardagakviða í þýðingu Jóns Espólíns, frá því um 1818
Umsagnir
Engar umsagnir komnar