Orrustan um Salajak
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 362 | 5.190 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 362 | 5.190 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Um bókina
Í fjallakastalanum Salajak, langt norður í landi, vakna vættirnar og breiða út vængi sína eftir langan vetrardvala. Þær hungrar í kjöt, ferskt kjöt … Á sama tíma strjúka þrír bræður að heiman til að ganga til liðs við árásarherinn sem á að stöðva vættina og binda enda á illvirki þeirra. Þeir ferðast með hernum að Jarmalandi, hyldýpinu handan við Salajak, þar sem gyðjan Hel ræður ríkjum.
Orrustan um Salajak gerist í Svíþjóð á fjórtándu öld og er fyrsta bókin af fjórum í Jarmalandskrónikunni. Æsispennandi fantasía þar sem hetjurnar ungu hverfa út í kalda og myrka veröld til að berjast við vætti, álfa og lindorma með hugprýðina eina að vopni.
Minnir áþreifanlega á Game of Thrones … Johan Theorin fléttar saman norrænni goðafræði, göldrum og lífinu á miðöldum í blæbrigðaríkri frásögn. – Dagens Nyheter
Frábærlega góð og sannfærandi saga, ótrúlega spennandi. – Tidningen Kulturvinden