Orkneyinga saga: Íslenzk fornrit XXXIV

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1980 428 5.390 kr.
spinner

Orkneyinga saga: Íslenzk fornrit XXXIV

5.390 kr.

Orkneyinga saga
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1980 428 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Orkneyinga saga greinir frá Orkneyjajörlum frá því um 900 og fram á 13. öld. Sumir telja að svo sem sagan er til okkar komin sé hún yngri en Heimskringla, en einhverja Orkneyinga sögu hefur Snorri þekkt, sem hann kallar Jarla sögu(r), og hefur hún verið stofn þeirrar sögu sem varðveitt er. Sagan ber þess glögg merki að hún hefst sem fortíðarsaga og breytist síðan smám saman yfir í samtíðarsögu. Hún er stórmerk heimild og segir frá mörgum áhrifamiklum atburðum. Bent hefur verið á tengsl Orkneyinga við Oddaverja og einnig við Hvassafellsmenn í Eyjafirði, niðja Þorgeirs Hallasonar (d. 1169). Til þessara tengsla kynni að mega rekja ritun sögunnar.

Legenda de sancto Magno, stutt helgisaga Magnúsar Eyjajarls á latínu, er prentuð hér ásamt íslenskri þýðingu útgefandans.

Um Magnús Erlendsson Eyjajarl hinn helga eru til tvær sjálfstæðar sögur:
Magnúss saga skemmri er framan af útdráttur úr Orkneyinga sögu, en síðan er henni fylgt nokkuð nákvæmlega þegar kemur að frásögnum af helgum Magnúsi.

Magnúss saga lengri hefur verið eignuð Bergi Sokkasyni sem ábóti var á Munkaþverá á 14. öld. Sagan er að nokkru byggð á Orkneyinga sögu, en langir kaflar eru þýðing úr latínuriti eftir Robert frá Cricklade, príor í Oxford, sem uppi var á 12. öld.

Helga þáttur og Úlfs gerist í Orkneyjum kringum 1000 en er saminn á 14. öld. Þetta er skáldleg dæmisaga um þróun þriggja kynslóða frá grimmri heiðni til göfugrar kristni.

Finnbogi Guðmundsson gaf út með inngangi og skýringum.

Tengdar bækur

1.890 kr.
5.490 kr.
paradis
3.690 kr.
3.690 kr.
3.390 kr.
5.490 kr.
4.090 kr.
4.590 kr.
3.190 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.
Biskupa sögur II: Íslenzk fornrit XVI
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning