Öreigarnir í Lódz
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 3.620 kr. | |||
Geisladiskur | 2011 | Mp3 | 2.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 3.620 kr. | |||
Geisladiskur | 2011 | Mp3 | 2.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Þessi sögulega skáldsaga gerist í gettói gyðinga í pólsku borginni Lódz í síðari heimsstyrjöldinni.
Af nístandi raunsæi leiðir Steve Sem-Sandberg lesandann inn í heim örvæntingar og óskiljanlegrar grimmdar. Hann segir frá af yfirgripsmikilli þekkingu og styðst að verulegu leyti við samtímaheimildir, meðal annars króníku sem rituð var af nokkrum starfsmönnum á skjalasafni gettósins.
Höfundur fellir enga dóma en tekst á áhrifaríkan hátt að beina kastljósinu að þeim siðferðilegu spurningum sem vakna þegar manneskjan stendur frammi fyrir óhæfuverkum á stríðsárum.
Ísak Harðarson þýddi.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 22 klukkustundir að lengd. Kristján Franklín Magnús leikari les.