Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Orðbragð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 192 | 4.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 192 | 4.190 kr. |
Um bókina
Orðbragð er skemmtilegt fróðleiksrit, eða jafnvel fróðlegt skemmtirit, sem geymir óvæntar uppljóstranir og svellkaldar staðreyndir um íslenskt mál – en raunar líka um önnur mál, stórmál og smámál, mannamál og dýramál, daglegt mál, mælt mál, ritað mál og fornmál, stofnanamál, bundið mál, gamanmál og vandræðamál, jafnvel framtíðarmál: okkar mál.
Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason eru landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir Orðbragðsþætti sína sem hafa slegið hressilega í gegn og hlutu Edduverðlaunin 2014 sem skemmtiefni ársins í sjónvarpi. Bókin er í sama dúr – fyrir fólk á öllum aldri.
Með bókinni fylgir DVD diskur sem inniheldur fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna Orðbragð.
3 umsagnir um Orðbragð
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Virðing fyrir tungumálinu, hugmyndaauðgi og innilegur kærleikur til íslenskunnar okkar er eins og rauður þráður í gegnum bókina … Vissulega er þetta fróðlegt uppflettirit, en líka svo bráðskemmtilegt að Orðbragð er gleypt í sig eins og hver önnur skemmtilesning eða reyfari. Megi þau Brynja og Bragi hafa þökk fyrir að hnippa í okkur og benda á hvað íslenskan er snjallt og skemmtilegt tungumál.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„…einstaklega falleg og eiguleg og ómissandi kjörgripur á hverju heimili.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Orðbragðsbókin er fróðleiks- og skemmtirit með alls kyns uppljóstrunum og staðreyndum sem varða íslenskt mál. Bókin er sérlega skemmtilega upp sett, með fjölda mynda. Afar áhugaverð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið