Og fjöllin endurómuðu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 372 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 372 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 990 kr. |
Um bókina
Örþrifaráð bláfátæks föður í litlu þorpi í Afganistan til að bjarga fjölskyldunni frá hungurdauða – að selja unga dóttur sína ríkum hjónum í Kabúl – setur mark sitt á litlu stúlkuna og eldri bróður hennar fyrir lífstíð. Ævilangt sakna þau hvort annars, vitandi og óafvitandi. Sögur þeirra spinnast yfir höf og lönd og fléttast öðrum sögum, öðru fólki, öðrum heimum.
En það sem hefur verið slitið í sundur leitar saman á ný og sárin gróa þótt eftir sitji óafmáanleg ör.
Og fjöllin endurómuðu spannar sextíu ára sögu fátæktar, stríðsátaka, landflótta: sögu Afganistan, sem um leið er saga fjölskyldna, hjartfólginna staða og fólks sem tekst á við veröldina með ólíkum hætti.
Fyrri bækur Khaleds Hosseinis, Flugdrekahlauparinn og Þúsund bjartar sólir, eru heimsþekktar metsölubækur, hjartnæmar og einstaklega eftirminnilegar. Þessi nýja skáldsaga er metnaðarfyllsta bók hans, breið og margbrotin frásögn um hlutskipti mannanna.
Ísak Harðarson þýddi.
4 umsagnir um Og fjöllin endurómuðu
Elín Edda Pálsdóttir –
„Ég grét yfir þessari bók, ekki einu sinni og ekki tvisvar. Það er bara ekki hægt annað … bók sem fær þig til að líta í kringum þig og meta fólkið þitt, þá er þetta rétta bókin.“
Anna Kristín Halldórsdóttir / Pjatt.is
Elín Edda Pálsdóttir –
„Framúrskarandi skáldsaga, skyldulesning fyrir hvern þann sem hefur áhuga á því hvað gerir lífið þess virði að lifa því,
hvar sem er og hvarvetna.“
USA Today
Elín Edda Pálsdóttir –
„Rödd Hosseinis ber með sér öryggi og töfrandi þroska. Þegar hann kemst á skrið er útkoman rafmögnuð.“
San Francisco Chronicle
Elín Edda Pálsdóttir –
„Fallega skrifuð, stórkostlega samsett … skelfilega dapurleg en um leið geislandi af ást …“
Los Angeles Times