Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Óðhalaringla
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 113 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 113 | 3.100 kr. |
Um bókina
Óðahalaringla er skrýtin og skemmtileg furðuskepna sem lítur dagsins ljós þegar saman koma þrjár kostulegar kvæðabækur Þórarins Eldjárn með frábærum myndskreytingum Sigrúnar systur hans: Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna.
Í Óðhalaringlu eru svo sannarlega höfð endaskipti á tilverunni og eitt og annað verður óðhalaringlað svo um munar; bílar verða sófasett á hjólum, brunahani er á strigaskóm og beljur svífa á svelli í skautadansi svo eitthvað sé nefnt.
Óðhalaringla er kvæðabók sem allir unnendur frumlegrar og skemmtilegrar ljóðagerðar munu gleðjast yfir.
Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna
heilög ritning allra barna,
yrkingar sem engan sviku,
ein á viku.
1 umsögn um Óðhalaringla
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er stórkostlega gaman að lesa.”
Egill Helgason / Kiljan