Nýttu kraftinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2013 | 205 | 3.100 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2013 | 205 | 3.100 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.990 kr. |
Um bókina
Ertu í atvinnuleit eða á tímamótum og leitar þú nýrra tækifæra? Vantar þig hugmyndir, hvatningu og ráð til að ná árangri við breyttar aðstæður?
Markmið Nýttu kraftinn er að hjálpa fólki í atvinnuleit að standa betur að vígi í samkeppni á vinnumarkaði og þeim sem þurfa að finna tíma sínum og kröftum nýjan farveg.
Fæstir ganga nú að nýju starfi sem vísu heldur þarf að beita markvissum aðferðum til að koma sér á framfæri. Gildir einu hvort einstaklingar eru atvinnulausir þá stundina, eru í starfi og vilja breyta til eða láta draum rætast. Sama má segja um þá sem ætla aftur inn á vinnumarkað að námi loknu, eftir veikindi eða flutning til landsins.
Í bókinni er bent á fjölmargar leiðir við atvinnuleitina og farið ítarlega í ráðningarferlið, meðal annars með sjálfskoðun, styrkleikaæfingum, gerð ferilskrár og kynningarbréfa sem og æfingum og ábendingum fyrir atvinnuviðtöl. Áhersla er á frumkvæði, tengslanet, vellíðan og framtíðaráætlanir.
Aðferðir höfunda hafa reynst atvinnuleitendum, aðstandendum og þeim sem standa frammi fyrir starfslokum vegna aldurs, árangursríkar.
Sigríður Snævarr sendiherra og María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðingur eru tvíeykið á bak við námskeiðin Nýttu kraftinn sem þær hafa starfrækt frá árinu 2008, og hafa um 1000 manns sótt þau frá upphafi. Þessa bók byggja þær á reynslu sinni og eigin aðferðafræði sem hefur gagnast þátttakendum vel við að skapa sér forskot og ný tækifæri.