Nýja tilvitnanabókin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 409 | 5.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 409 | 5.090 kr. |
Um bókina
Frá Aristótelesi til Múmínálfanna – og allt þar á milli!
Nýja tilvitnanabókin inniheldur á fimmta þúsund tilvitnanir víða að úr heiminum og frá umliðnum 3000 árum – frá Grikkjum fornaldar til stjarnanna í dægurheimi samtímans.
Tilvitnanirnar eru af ýmsum toga – úr ræðum og ritum, íslenskum og erlendum bókmenntum, popplögum og Íslendingasögunum, svo nokkuð sé nefnt. Þeim er raðað upp í aðgengilega efnisflokka sem auðvelda lesandanum að finna tilvitnun fyrir sérhvert tilefni. Í snjallyrðunum er fólgin lífsspeki aldanna, jafnt sem kaldhæðni nútímans; í stuttri setningu býr oft meiri viska, hvassari ádeila eða dýpri mannúð en í langri ræðu.
Nýja tilvitnanabókin er handhægt uppflettirit sem gott er að grípa til við öll tækifæri. Bókin hefur nú mjög verið aukin og endurbætt – því ekkert lát er á frumlegri og skapandi hugsun í veröldinni. Kolbrún Bergþórsdóttir safnaði spakyrðunum.