Nýja Ísland

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2008 2.875 kr.
spinner

Nýja Ísland

2.875 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2008 2.875 kr.
spinner

Um bókina

„Í október 2008 gerðust þeir atburðir á Íslandi sem næsta öruggt er að fáir hafa ímyndað sér að þeir ættu nokkru sinni eftir að upplifa. Burðarvirki í fjármálakerfi þjóðarinnar hrundu eins og spilaborg með keðjuverkandi áhrifum á efnahag og atvinnuvegi, mannlíf í landinu og stöðu og álit Íslendinga í samfélagi þjóðanna … fyrst og síðast hlýtur þjóðin að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvernig hún fór að því að týna sjálfri sér.“

Í bókinni Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér skoðar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur „íslenska efnahagsundrið“ um og eftir síðustu aldamót og þau áhrif sem það hafði á samfélagið. Áleitin deilumál eru sett í nýtt samhengi og niðurstaðan er vægast sagt óþægileg. Höfundur bendir á að á síðasta áratug liðinnar aldar nam hinn alþjóðlegi frjálsi markaður land á Íslandi með öllum sínum kostum og göllum. Hér varð til nýtt þjóðfélag.

Kappið sem einkenndi þessi ár minnti að ýmsu leyti á hvernig eldri kynslóðir brutust úr fátækt og kyrrstöðu á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þær kynslóðir báru þó gæfu til þess að varðveita og rækta lífsviðhorf sem tryggðu samheldni og samkennd þjóðarinnar á því mikla breytingaskeiði sem gekk yfir. Þetta ber Guðmundur saman við þjóðfélagsbreytingarnar í kringum aldamótin síðustu og veltir fyrir sér hvort breytingarnar hafi verið stórstígari en þjóðfélagið réð við?

Síðasta bók höfundar, Thorsararnir – auður, völd, örlög, fékk einstakar viðtökur og vakti mikið umtal. Þarf ekki að efa að Nýja Ísland mun sömuleiðis hreyfa við þjóðarsálinni.

[Ítarefni]

Meira um efnistök Nýja Íslands:

Bókin fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi á síðustu árum. Höfundur segir að með aukinni stéttaskiptingu og efnamun hafi jafnaðarandinn, sem einkennt hafi Ísland fyrr á árum og stuðlaði að samheldni þjóðarinnar, veikst. Það geti skapað þjóðfélaginu hættu. Í bókinni er fjallað um lífsstíl, völd og áhrif hinnar nýju stéttar íslenskra auðmanna. Einnig er rætt um kjör og stöðu hinna efnaminni og áhrif fátæktar á þjóðfélagið.

Höfundur segir að samtímis því sem bilið á milli fólks hafi breikkað hafi orðið aðrar breytingar sem ekki séu síður umhugsunarverðar. Auðmenn og fyrirtæki hafi öðlast mikil völd og áhrif á ýmsum sviðum þjóðlífsins en almannavaldið, lýðræðislega kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og á Alþingi, hafi veikst og virðist vanbúið að bregðast við nýjum aðstæðum. Eru ýmis dæmi um þetta rakin.

Höfundur segir að efasemdum hafi á síðustu árum verið sáð um ýmsar rótgrónar hugmyndir Íslendinga, svo sem um sameignir þjóðarinnar og almannarétt til náttúru landsins. Loks segir hann í bókinni að skilin á milli markaðarins, þar sem menn stunda viðskipti, og samfélagsins, sem er veröld almannavalds, menningar og verðmæta, séu nú orðin óljósari en hafi áður verið glögg.

Höfundur segir að aukið frelsi einstaklinga og svigrúm til viðskipta sé stærsti ávinningur síðustu áratuga: „En kunnum við að fara með frelsið? Skiljum við ábyrgðina sem því fylgir? Getur verið að breytingarnar hafi orðið hraðstígari en þjóðfélagið réð við? Margt sem rakið hefur verið í þessari bók bendir til þess að svo sé. Svo virðist sem í ákafanum á markaðnum hafi samkenndin, sem er svo mikilvæg fyrir starfrækslu þjóðfélagsins, gleymst.“

[/Ítarefni]

[dómar]

„Merkasta bók aldarinnar? … Nýja Ísland eftir Guðmund Magnússon er líklega merkilegasta bók sem komið hefur út á íslensku á þessari öld … [Bókin] veitir betri innsýn í íslenskt þjóðfélag undanfarin áratug en nokkur önnur.“
* * * * (fjórar stjörnur)
Valur Gunnarsson / www.smugan.is

„Bók Guðmundar er skemmtileg. Hún er ágætt innlegg í mun dýpri umræðu sem þarf að fara fram um þróun íslensks samfélags á undanförnum árum og í framtíðinni, sérstaklega í ljósi þess áfalls sem riðið hefur yfir þjóðina síðan bókin kom út.“
Arnar Þór Másson / Vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla

„Ég mæli eindregið og sterklega með þessari bók sem er byrjunin á því að fara að hugsa um mál þjóðfélagsins í sögulegu og röklegu samhengi.“
Egill Helgason / Silfur Egils

„[Bókin] smellpassar inn í kaldan íslenskan veruleika efnahagskreppunnar þar sem stórfellt uppgjör og endurmat stendur fyrir dyrum. Nýja Ísland er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um þjóðmál, kemur á hárréttum tíma inn í uppgjörið sem er óumflýjanlegt og getur orðið mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nauðsynlegt er að fram fari hér á landi um það Ísland sem við viljum að rísi úr rústunum.“
Björn Ingi Hrafnsson / blogg.visir.is/markadurinn

„ … áhugaverð bók og lærdómsrík.“
Jón Baldvin Hannibalsson / Morgunblaðið

[/dómar]

Tengdar bækur

Claessen
990 kr.4.490 kr.
990 kr.2.065 kr.
íslensku animals / icelandic dýrin
3.190 kr.
3.690 kr.4.190 kr.
4.090 kr.
6.190 kr.
6.290 kr.
Bangsímon_Fyrstu tölurnar_2023
1.790 kr.
3.890 kr.
2.690 kr.
5.290 kr.

INNskráning

Nýskráning