Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 245 | 5.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
990 kr. – 5.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 245 | 5.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða.
Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir.
Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.
3 umsagnir um Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
Árni Þór –
„Bókin er skrifuð af mikilli yfirvegun og vel er vandað til verka. Með þátttöku og aðstoð margra tekst höfundi að koma á blað heildstæðri frásögn af þessari skelfilegu nótt, aðdraganda hamfaranna og eftirmálum … Þrátt fyrir yfirveguð skrif er bókin afar átakanleg á köflum, eðlilega.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Þetta er saga skelfilegrar lífsreynslu en líka mannlegrar reisnar, samhjálpar og kærleika, sögð af ástríðu og sorg. Ég klökknaði oft yfir þessari bók en samt var engin leið að leggja hana frá sér. Falleg og áhrifamikil bók sem engin leið er að leggja frá sér og á erindi við alla.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Árni Þór –
„Það var í senn tímabært og nauðsynlegt verk að skrifa um snjóflóðið sem skall á Flateyri árið 1995 … Sóley nær að gera þessu öllu skil á fallegan og látlausan hátt … Bókin heldur manni í heljartökum … frásögnin þannig að ískaldur hrollur fer um lesandann … frábært verk … Sóley á heiður skilið fyrir að hafa tekið saman sögur fólksins sem lenti í flóðinu. Bókin er verðugur bautasteinn um atburði sem ekki mega gleymast og á eftir að vera kjörgripur í bókasöfnum kynslóðanna. Til hamingju, Sóley. Þetta hefði enginn annar getað gert með slíkum sóma.“
Reynir Traustason / Stundin